Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2,8% milli ágúst og september 2017 að því er Hagstofa Íslands greinir frá.

Mest hækkuðu afurðir stóriðju eða um 6,2%, en áhrifin á vísitölu af þeirri hækkun nema 1,9%, annar iðnaður hækkaði um 2,4%, sem þýða 0,5% áhrif á vísitölu, sjávarafurðir hækkuðu um 1,7%, áhrif þess á vísitölu nemur einnig 0,5%, en matvæli lækkuðu um 0,4% sem þýðir neikvæð áhrif á vísitölu um 0,1%.

Miðað við september 2016 hefur vísitala framleiðsluverðs lækkað um 1,4%. Þar af hefur verð sjávarafurða lækkað um 0,1%, annar iðnaður lækkað um 18,3%. Afurðir stóriðju hafa hækkað um 12,0% en matvæli lækkað um 2,8% á sama tímabili.

Sé horft til þess hvort afurðirnar eru fluttar út eða seldar innanlands hafa útfluttar afurðir hækkað um 2,7% á einu ári, en verð afurða seldra innanlands hefur lækkað um 8,8%.