Vísitala framleiðsluverðs í Þýskalandi lækkaði um 4,2% á milli mánaða í október, samkvæmt hagstofu Þýskalands.

Þetta er í fyrsta skipti í meira en tvö ár sem framleiðsluverð í landinu lækkar á milli mánaða.

Lækkunin, sem skýrist af miklum lækkunum á orkukostnaði fyrirtækja, gefur til kynna að verðbólgan í Þýskalandi hafi mögulega náð hámarki.