Vísitala framleiðsluverðs í apríl 2015 var 222,6 stig og lækkaði um 0,8% frá mars 2015, samkvæmt nýrri frétt frá Hagstofu Íslands .

Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 277,3 stig, sem er hækkun um 0,7% (vísitöluáhrif 0,2%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 229,4 stig, lækkaði um 3,3% (-1,2%). Vísitalan fyrir matvæli hélst óbreytt milli mánaða og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 1,0% (0,2%).

Miðað við apríl 2014 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 14,4% og verðvísitala sjávarafurða um 11,2%. Á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju hækkað um 28,2% en verð á matvælum lækkað um 0,7%.