Samkvæmt mælingum Hagstofunnar lækkaði vísitala framleiðsluverðs í júlímánuði um 0,8% frá fyrra mánuði, en hún mældist 198,6 stig. Miðast sú tala við að hún hafi verið 100 stig á fjórða ársfjórðungi 2005.

Lækkaði vísitalan fyrir vörur seldar innanlands um 0,5% en fyrir vörur fluttar út lækkaði afurðaverðið um 0,9%.

Vísitala matvælaverðs hækkar

Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkaði um 0,9% frá fyrri mánuði og var 255,2 stig og vísitalan fyrir stóriðju lækkaði um 1,0% og fór í 175,3 stig.

Framleiðsluverð fyrir matvæli var 177,0 stig og lækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði og vísitalan fyrir annan iðnað lækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði og nam hún 176,3 stigum.

Ef miðað er við ágústmánuð árið 2015 hefur vísitala framleiðsluverðs lækkað um 6,2% og verðvísitala sjávarafurða um það sama. Verð á afurðum stóriðju hefur lækkað um 13,1% frá þeim tíma, en hins vegar hefur verð á matvælum hækkað um 1,5%.