Framleiðsluvísitala Þýskalands lækkaði um 1,5% í júlí frá fyrri mánuði.

Þetta er mesta lækkunin milli mánaða síðustu tvö ár.Þetta kemur fram í Morgunpósti frá IFS Greiningu.

Spáð hafði verið 0,1% lækkun — því kom það á óvart hversu mikil hækkunin var. Talið er líklegt að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hafi spilað inn í. Tölur benda til þess að horfurnar í Þýskalandi hafi veikst í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi.