Töluvleikjaframleiðandinn CCP, sem framleiðir töluvleikinn EVE Online, og bandaríska fyrirtækið White Wolf Publising, sem framleiðir tölvuleikinn Worlds of Darkness, hafa samþykkt að sameinast.

Fyrirtækin greindu frá þessu í dag. ?Saman munum við gera framsæknustu tölvuleiki í geiranum,? sagði forstöðumaður White Wolf Publishing, Mike Tinney.

EVE Online leikurinn er spilarður á netinu en White Wolf Publishing framleiðir hefbundna tölvuleiki, en bæði fyrirtækin sérhæfa sig í sýndarveruleika.

CCP er að mestu leyti í eigu Novators, dótturfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, en í gegnum eignarhaldsfélagið NP efh. keypti Novator fyrr á þessu ári 38% Brúar Venture Capital í CCP.

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn General Catalyst Partners gerði tilraun til að kaupa CCP fyrr á þessu ári fyrir um fimm til sex milljarða króna.