Framleiðendur norska netvafrans Opera stefna á 50% tekjuaukningu á árinu 2008 og jafnvel enn meiri á árinu 2009, samkvæmt frétt Reuters.

Opera segir að tekjur ættu að vaxa jafn mikið í ár og þær gerðu 2007, þegar þær jukust um 48% og urðu 315,5 milljón norskar krónur.

Opera framleiðir vafra fyrir farsíma og tölvur. Vafri félagsins hefur náð vaxandi hlutdeild á farsímamarkaði. Opera hyggjast halda áfram að fjárfesta af krafti á þeim mörkuðum sem félagið starfar á fyrir, þ.e. í Evrópu, Bandaríkjunum, Japan og Kóreu, samkvæmt frétt Reuters.