Framleiðni á vinnumarkaði á evrusvæðinu hefur aukist smám saman frá því árið 2005, að því er fram kom í ræðu Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, sem hann flutti á árlegri efnahagsráðstefnu í Búdapest í gær.

Framleiðni hefur aukist meira í framleiðslugeiranum, en Trichet sagði að framleiðniaukning á evrusvæðinu ylli engu að síður vonbrigðum samanborið við Bandaríkin. Greiningaraðilar fylgjast um þessar mundir náið með öllum ummælum Trichet í von um að hann gefi til kynna hvort Seðlabanki Evrópu muni hækka stýrivexti í næsta mánuði.