Framleiðni í Bandaríkjunum jókst um 2,2% á fyrsta ársfjórðung samkvæmt tölum frá atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Framleiðni jókst um 1,8% síðustu þrjá mánuði síðasta árs.

Fyrirfram var búist við aukningu upp á 1,5% en Bloomberg fréttaveitan greinir frá því að með auknu atvinnuleysi eykst gjarnan framleiðni þeirra sem eftir eru á vinnumarkaði.

„Ef framleiðsla eykst á sama tíma og atvinnuleysi gefur augaleið að framleiðni er að aukast til hins betra,“ segir viðmælandi Bloomberg.

Að sama tíma jókst launavísitalan um 2,2%. Á henni hefur þó hægt síðustu mánuði en hún jókst um 2,8% á fjórða ársfjórðungi 2007.