Framleiðsla þýskra verksmiðja jókst minna en búist var við í júní, um 0,2%. Þetta eykur áhyggjur af því að þýska hagkerfið sé á barmi samdráttar.

Góðu fréttirnar í nýjum hagtölum fyrir Þýskaland eru þó að útflutningur landsins jókst um 4,2% í júní og hefur ekki aukist jafn mikið í einum mánuði í tvö ár. Innflutningur dróst saman um 0,1%.

Tölur yfir hagvöxt á 2. ársfjórðungi verða birtar í næstu viku. Búist er við að í ljós komi snögg minnkun hagvaxtar milli apríl og júní og jafnvel að hagvöxtur hafi verið neikvæður á tímabilinu.

Greiningaraðilar óttast að sterk evra verði þess valdandi að eftirspurn eftir þýskum vörum erlendis dragist saman.

Pantanir til þýskra verksmiðja minnkuðu um 2,9% í júní miðað við maí.