Framleiðsla fyrirtækja í námu-, véla- og orkubransanum í Bretlandi minnkar nú hraðar en hún hefur gert í ár. Framleiðsla á þriggja mánaða tímabilinu frá mars til maí á þessu ári minnkaði um 0,5%, borið saman við þrjá mánuði þar á undan.

Fyrirfram hafði jafnvel verið búist við því að veiking pundsins gagnvart evrunni myndi virka sem innspýting fyrir framleiðslufyrirtæki í Bretlandi.

Vegna þess að pundið veiktist var reiknað með að framleiðslugeirinn gæti verið ljós í myrkrinu í efnahagsástandi Bretlands. Því eru það vonbrigði að það hafi ekki gengið eftir.