Stangveiðihjólið "Wish" (ósk), sem hannað er og framleitt á Ísafirði, fer í dreifingu í vor. Fyrsta kastið verða framleidd að minnsta 150 stykki en þau eru öll meira og minna pöntuð fyrirfram. Það er Steingrímur Einarsson, rennismiður og fiskeldisfræðingur sem unnið hefur að hönnun og smíði hjólsins í félagi við þá Jóhann Jónasson og Albert Högnason hjá 3X-Stáli. Þetta kemur fram í frétt hjá Bæjarins Besta á Ísafirði.

Þar kemur einnig fram að hjólin verða öll seld innanlands til að byrja með. Það fer eftir viðtökum hvort og þá hversu mikið meira verður framleitt. Á þriðja tug hjóla þessarar gerðar voru í reynslu hjá veiðimönnum á Íslandi og víðar síðastliðið sumar og gáfust vel segir í frétt BB.