Í byrjun síðustu vikur var framleiðsla á tveimur gerðum Hummer bíla hætt í verksmiðju GM Shreveport í Louisiana í Bandaríkjunum.

Um er að ræða bíla af gerðunum H3 og H3T.

Ljóst er að framleiðsla Hummer á verulega undir högg að sækja en aðeins seldust 325 Hummer bílar í desember síðastliðnum. Árið 2006 seldust 71.524 bílar.

General Motors vinnur nú að mikilli umbreytingu á framleiðslu sinni eins og Saab aðdáendur hafa fengið að kynnast. Ætlunin var að reyna að selja framleiðslu Hummer bílanna til Kína en það hefur strandað á því að bandarísk og kínversk stjórnvöld nái samkomulagi þar um og veiti samþykki sitt.

Dvínandi sala eykur ekki möguleika á að Hummer bílarnir verði framleiddir áfram.