OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, sem framleiða samtals um 40% af allri olíu heimsins, munu líklega ekki taka ákvörðun um að auka framleiðslu sína þegar þau funda í næsta mánuði, segir háttsettur íranskur embættismaður í samtali við Dow Jones-fréttaveituna. OPEC býst jafnframt við því að eftirspurn eftir hráolíu á þessu ári muni að meðaltali vera 31 milljón tunnur á dag, sem er 0,1 milljónum tunna meira en á síðasta ári.