Þau fyrirtæki sem greiningardeild Landsbankans telur að eigi mesta innistæðu fyrir hækkun á næstu mánuðum tilheyra framleiðslufyrirtækjum en hún spáir að hagnaður framleiðslufyrirtækja aukist umtalsvert á þessu ári. Þau eru Actavis, Alfesca, Bakkavör og Össur. Vænt ávöxtun hlutabréfa þeirra er 14-30% á næstu tólf mánuðum.

?V/H hlutfall framleiðslufyrirtækja, sem lýsir hversu mörg ár hagnaður skilar aftur markaðsvirði hlutafjár, fer lækkandi á næstu tveimur árum. Ástæðan liggur í væntingum um bættan rekstur framleiðslufyrirtækjanna.

Á sama tíma er gert ráð fyrir að fjármálafyrirtækjum takist ekki að ná þeim gríðarlega gengis- og söluhagnaði sem hefur einkennt síðastliðin ár og skýrir hvers vegna V/H gildi þeirra hækkar milli áranna 2006 og 2007. Engu að síður gera spárnar ráð fyrir góðum árangri allra fjármálafyrirtækjanna,? segir greiningardeildin.