Framleiðsluverð í Bandaríkjunum hækkaði meira en búist hafði verið við í maí, vegna hærra olíu- og matarverðs. Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 1,4% og hefur ekki hækkað meira síðan í nóvember 2007, samkvæmt frétt BBC.

Einnig hefur húsnæðismarkaður hægt á sér, en bygging nýrra heimila minnkaði um 3,3% í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna býst nú við hagvexti á milli 0,3-1,2% á þessu ári, en í febrúar spáði hann vexti á bilinu 1,3-2%.

Framleiðsluverð í Bandaríkjunum er nú 7,2% hærra en fyrir ári síðan. Þetta var áttundi mánuðurinn í röð sem verðið hækkar um meira en 6% á ársgrundvelli.