Nicolas Maduro, forseti Venesúela hefur ákveðið að 100 bólivara seðillinn muni halda gildi sínu til 2. janúar, en gríðarlega margir Venesúelamenn hafa staðið í biðröðum síðustu daga til að reyna að skipta seðlunum sem forsetinn tilkynnti með stuttum fyrirvara að yrði tekinn úr umferð.

Ákvörðunin um að taka seðilinn úr umferð olli miklum skorti á reiðufé. Reiðin vegna þessa leiddi síðan til háværra mótmæla og gripdeilda í ýmsum borgum landsins. Að sögn stjórnavalda er nauðsynlegt að taka 100 bólivaraseðilinn úr umferð til að koma í veg fyrr að glæpamenn safni að sér reiðufé í útlöndum. Sérfræðingar eru þó margir á þeirri skoðun að aðgerðin muni koma til með að hafa verri áhrif á efnhagslíf landsins þar sem ástandið er nú þegar mjög slæmt.

Í ávarpi forsetans sagði hann ástæðuna fyrir frestuninni vera þá að ekki hafði tekist að koma öðrum hærri gjaldmiðli til landsins vegna þess að flugvélar sem sáu um flutning þeirra hefðu orðið fyrir skemmdarverkum. Hann útskýrði ekki nánar hvað hann ætti við með því.