Fjármálaráðherra Breta, George Osborne, lýsti því yfir í dag að hægfara hlutafjársala breska ríkisins á hlutum í Lloyds Banking Group yrði framlengd um 6 mánuði fram yfir fyrri áætlanir. Financial Times segir frá þessu.

Hlutafjársalan mun halda áfram þar til ríkið selur loks 2 milljarða punda hlut sinn í Lloyds snemma næsta árs, ef allt gengur eftir áætlunum.

Aðgerðirnar eru hluti af stærri áformum ríkisstjórnarinnar um að einkavæða ríkiseignir, en framkvæmdir áformanna hafa aukist síðustu vikur.

Til að mynda seldi Osborne 5% hlut ríkisins í Royal Bank of Scotland fyrr í sumar, og auk þess hefur hann sagt frá því að muni selja 13 milljarða punda í Northern Rock skuldabréfum til bandarísks eignastýringarfélags.