Flugfélagið airBaltic hefur ákveðið að framlengja beint flug sitt milli Riga, höfuðborgar Lettlands og Keflavíkurflugvallar fram til janúar. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í apríl tilkynnti félagið að það myndi auka við flug milli landanna í þrjár ferðir yfir sumarið, þetta þriðja sumar sem flugfélagið flýgur beint hingað til lands.

Flugið sem hófst í júní verður nú framlengt fram til janúar, en frá október verður það tvisvar í viku. Jafnframt hyggst félagið hefja flugið aftur á ný strax 3. mars næstkomandi.

„Við sjáum aukna eftirspurn frá okkar farþegum fyrir flugi milli Reykjavíkur og lettnesku höfuðborgarinnar Riga, þess vegna höfum við framlengt starfstíman á flugleiðinni,“ segir Martin Gauss forstjóri airBaltic. „Þetta er allt mögulegt vegna áframhaldandi viðbóta á hinum nýju Airbus A220-300 flugvéla í flota airBaltic.“

Flugtíminn eru 3 klukkustundir og 55 mínútur, en airBaltic flýgur til yfir 80 áfangastaða frá höfuðborgum Eystrasaltslandanna þriggja, Riga, Tallin og Vilnius. Áfangastaðir þeirra ná yfir Evrópu, Norðurlöndin, Miðausturlönd og ríki Sovétríkjanna sálugu.