Fjárframlög ríkisins eru þau sjöttu hæstu í heimi í hlutfalli við heildarframlög stjórnvalda. Þetta kemur fram í greiningu á samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Ísland er í níunda sæti þegar kemur að forgangsröðun ferðaþjónustunnar en hún er ein af 14 stoðum sem litið er til þegar s amkeppnishæfni ferðaþjónustu er borin saman milli landa. Ferðaþjónusta á Íslandi er í sókn frá því samkeppnisvísitala ferðaþjónustunnar var kynnt síðast árið 2009. Þá var Ísland í 16. sæti samkeppnisvísitölunnar en er í 11. sæti að þessu sinni.