Greidd gjöld íslenska ríkisins námu rúmlega 125 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hækka um tæpa 10 milljarða frá fyrra ári, eða um 8,6%.

Mest hækka greiðslur til almannatrygginga og velferðarmála, um 2,1 milljarð króna, eða 7,7% og til almennrar opinberrar þjónustu, um 2 milljarð króna eða 13,2%. Hlutfallslega er mest hækkun til varnarmála, en Ratsjárstofnun kemur sem ný stofnun undir þennan lið á þessu ári.

Óregluleg útgjöld hækka um 29,7% og munar mest um gjaldfærslu fjármagnstekjuskatts sem er um 800 m.kr. meiri en á sama tíma í fyrra.

Liðurinn löggæsla, réttargæsla og öryggismál hækka um 19,7% en þar munar mestu um hækkun á liðnum Landhelgissjóður vegna smíði varðskips.

Jákvæður lánsfjárjöfnuður

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er jákvæður um 23,9 milljarða króna eftir fyrsta ársþriðjung en lánsfjárþörfin var 31,9 milljarðar á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður nam 26 milljarði króna fyrstu fjóra mánuði ársins, en var jákvæður um tæpa 1,5 milljarða króna fyrir sama tímabil á síðasta ári.