Framsal aflaheimilda í markílveiðum er bundið við ákveðnar reglur. Fyrirtæki sem eiga makrílkvóta á frystitogara geta því ekki flutt kvóta yfir á uppsjávarskip þó bæði skipin séu í þeirra eigu. Þetta veldur óhagkvæmni í veiðunum segir í nýrri rannsókn Konráðs Guðjónssonar sem er að útskrifast úr Hagfræði í Háskóla Íslands.

Forsvarsmenn útgerða sem tóku þátt í rannsókninni vilja minnka þessar takmarkanir svo veiðar geti verið hagkvæmari.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.