Undirdómstóll í Bretlandi hefur samþykkt framsal á verðbréfamiðlaranum Narvinder Sarao til Bandaríkjanna.

Sarao á yfir höfuð sér kæru vegna viðskipta sem áttu þátt í að hrinda af stað atburðarrás þann 6. maí 2010 sem olli því að Dow Jones vísitalan féll um meira en 1000 stig, með gríðarlegum afleiðingum.

Bandarísk yfirvöld saka Sarao um markaðssvik og telja að hann hafi blekkt markaðinn með viðskiptum sínum. Hann hagnaðist sjálfur um 40 milljónir Bandaríkjadala í kjölfar þeirra.

Hann neitar ásökunum og hyggst áfrýja niðurstöðunni, en verði hann fundinn sekur í Bandaríkjunum gæti hann átt yfir höfði sér allt að 380 ára fangelsisdóm.