Framseljanlegir aflakvótar líkt og þekkjast hér á landi eru á meðal þeirra hugmynda sem nú eru skoðaðar innan Evrópusambandsins, en fiskveiðistjórnunarstefna ESB verður endurskoðuð árið 2012.

Vefur LÍÚ hefur eftir Fishing News hugsanlegt kvótakerfi muni einskorðast við veiðisvæði utan 12 mílna lögsögu "en innan hennar stjórni hvert aðildarríki veiðum samkvæmt eigin reglum. Í tímaritinu kemur fram skýr andstaða breskra sjómanna við þessar hugmyndir. Þeir óttist t.d. mjög ásókn spænskra togara á sín mið verði af þessum breytingum," segir á vef LÍÚ .