Framsóknarflokkurinn hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2009 til Ríkisendurskoðunar eins og honum ber að gera samkvæmt lögum. Viðskiptablaðið birti í lok janúar úttekt um fjármál stjórnmálaflokka sem byggð var á útdrætti á ársreikningum flokkanna sem birtur er opinberlega.

Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.
Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)


Framsóknarflokkurinn hafði þá einn flokka ekki skilað ársreikningi en Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagði þá í samtali við blaðamann að von væri á reikningnum á næstu dögum. Nú, tveimur vikum seinna, hefur reikningurinn ekki enn borist.

Ekki hefur náðst í Hrólf þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.