Framsóknarflokkurrinn fær einn mann kjörinnn í borgarstjórn, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi framboðslista í höfuðborginni sem gerð var fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin fengi sex borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá, Björt framtíð þrjá og VG og Píratar einn mann hvor.

Könnunin var gerð dagana 21. til 26. maí og var úrtakið mun stærra en í fyrri könnunum í Reykjavík, 1.600 manns. Þetta er í þriðja skipti sem Framsóknarflokkurinn mælist með mann inni. Könnun MMR sem birt var í gær sýndi einnig að Framsóknarflokkurinn næði manni inn og einnig könnun Fréttabaðsins í morgun.