Framsóknarflokkurinn mælist með 17% fylgi og Sjálfstæðiflokkurinn 25,6% samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Stjórnarflokkarnir eru því samanlagt með 42,7% fylgi og 28 þingmenn samkvæmt könnuninni.

Í síðustu könnun blaðsins, sem gerð var í lok febrúar, mældist Framsókn með tæp 14% og Sjálfstæðisflokkurinn tæp 27%.

Samfylkingin mælist með 19,3% núna en var með 18% í febrúar. Björt framtíð mælist með 16,9% en var með 18,4. Vinstri græn fá 10.9%, sem er nánast það sama og í febrúar þegar fylgið mældist 11,3%.

Hjá stórnarandstöðunni er mesta breytingin hjá Pírötum. Þeir mælast nú með 6,8% en voru með 10,2% í febrúar.

Könnunin var þannig framkvæmd að hringt var í 1.332 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 14. og 15. apríl. Svarhlutfallið var 60,1%.