Framsóknarflokkurinn er með mest fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar HÍ sem unnin var fyrir Morgunblaðið .

Flokkurinn mælist með 28,5% fylgi og fengi 21 þingmann kjörinn. Framsóknarflokkurinn er með níu þingmenn nú.

Sjálfstæðisflokkurinn er með 26,1% fylgi, fengi 19 þingmenn en er með 16.

Samfylkingin mælist með 12,8 fylgi og fengi níu þingmenn. Flokkurinn er með 20 þingmenn nú.

Vinstri grænt framboð er 8% fylgi samkvæmt könnuninni og fengi sex þingmenn en er með 14. Stjórnarflokkarnir mælast því aðeins með 20,8% fylgi samanlagt.

Björt framtíð mælist með 11,4% og fengi átta þingmenn kjörna.

Aðrir flokkar mælast með minna fylgi en 5 prósent og fengju því engan þingmann kjörinn.

Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 26. mars sl, úrtakið 3.400 manns, þar af 1.800 í netkönnun og 1.600 í símakönnun. Alls svöruðu 2.014.