Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að afar brýnt sé að samþykkja nýja stjórnarskrá. Slíkt þoli enga við, því hætt sé við því að Framsóknarflokkurinn nái meirihluta í næstu kosningum til Alþingis með hræðsluáróðri tengum útlendingum. Þetta kemur fram í myndbandi sem Píratar á Íslandi hafa sent frá sér.

„Síðan skulum við ekki gleyma því, og þess vegna verðum við að gera eitthvað núna, þetta snýst ekki um að bíða í tvö ár heldur verðum við að gera eitthvað núna, því hvað mun Framsókn gera næst?" Spyr Birgitta.

Leiðinlegt í Noregi

„Þeir munu keyra inn á óttann við það sem við þekkjum ekki. Óttann við múslima, óttann við útlendinga, óttann við hælisleitendur og óttann við umhverfi okkar. Þeir gætu hugsanlega og mjög sennilega náð inn aftur svona meirihluta sem er í gangi núna. Þá bara hvet ég fólk til að drífa sig til Noregs, þó að það sé alveg ógeðslega leiðinlegt þar," segir Birgitta og brosir.