Framsóknaflokkurinn heiðraði fyrrverandi formann sinn, Guðna Ágústsson, á flokksþingi í gær. Valgerður Sverrisdóttir, formaður flokksins, afhenti honum blómvönd og þakkaði vel unnin störf. Frá þessu er greint á vef Framsóknarflokksins í dag.

Þar segir einnig frá því að nú í hádeginu hlaut Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, jafnréttisverðlaun Framsóknarflokksins. Inga Guðrún Kristjánsdóttir, jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksin, afhenti verðlaunin og sagði að Valgerður væri góð fyrirmynd, en hún varð fyrst kvenna varaformaður og formaður Framsóknarflokksins, auk þess að verða fyrst kvenna iðnaðar- og viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra.