Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 30,1,% samkvæmt könnun MMR , en þetta er hækkun frá síðustu könnun MMR, þegar 27,8% sögðust styðja ríkisstjórnina.

Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 31. Janúar til 6 febrúar. Framsóknarflokkurinn bætir við sig nokkru fylgi í kjölfar niðurstaða EFTA dómstólsins í Icesave málinu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 19,5% að þau myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrðið til kosninga í dag, borið saman við 14,8% á tímabilinu 15-20 janúar 2013. Björt framtíð hefur bætt verulega við sig fylgi á árinu 2013. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 17,8% að þau myndu kjósa Bjarta framtíð nú, borið saman við 11,5 í desember 2012.

Fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna hefur dregist nokkuð saman á árinu 2013. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögust 16,2% kjósa Samfylkinguna nú, borið saman við 17,4% í desember 2012 og 8,6% sögðu að þau myndi kjósa Vinstri græn nú, borið saman við 11,2% í desember 2012.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi allra flokka en fylgi flokksins hefur þó dregist saman á árinu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 33% að þau myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú borið saman við 37,4% í desember 2012.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 0,9% að þau myndu kjósa Dögun ef gengið yrði til kosninga í dag, 1,8% Hægri græna, 0,7% Samstöðu og 1,4% sögðu að þau myndu kjósa aðra flokka ef gengið væri til kosninga í dag.