Framsóknarflokkurinn fær einn mann kjörinn í borgarstjórn samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. Könnunin var gerð dagana 26. – 28. maí. Samanlagt fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar mælist nú 54,9% borið saman við 53,5% frá síðustu könnun (sem stóð yfir dagana 20. til 23. maí síðastliðinn). Samfylking bætir við sig fylgi og Framsóknarflokkur næði inn borgarfulltrúa.

Fylgi Samfylkingar mældist nú 32,7% borið saman við 29,5% í síðustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 22,2% borið saman við 24,0% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,6% borið saman við 21,2% í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 7,5% borið saman við 8,2% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokks og flugvallarvina mældist nú 6,8% borið saman við 5,3% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 6,8% borið saman við 9,0% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 3%.

Yrðu þetta niðurstöður kosninganna myndi Samfylkingin fá fimm borgarfulltrúa, Björt framtíð fjóra, Sjálfstæðisflokkur þrjá og Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir einn borgarfulltrúa hvert framboð.

Úrtak: Reykvíkingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Svarfjöldi: 917 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 26. til 28. maí 2014