Framsóknarflukkurinn í Reykjavík ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fréttastofa RÚV greinir frá ákvörðun flokksins.

Í hérðasdómi var Framsókn í Reykjavík dæmd til að greiða fyrirtækinu AFA JCDecaux 2,3 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna auglýsinga á biðskýlum strætisvagna og auglýsingastöndum fyrir þingkosningarnar 2009. Flokkurinn taldi að sér bæri ekki að greiða reikninginn, þar sem ekki hafi verið staðið rétt að uppsetningu auglýsinganna. Til vara var þess krafist að reikningurinn yrði lækkaður verulega. Dómari í málinu komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Framsókn bæri að borga.