Enn berast fregnir af hörðum innanflokkserjum í Framsóknarflokknum. Átök um völd, menn og málefni hafa einkennt flokksstarfið um margra ára skeið og landsmenn sáu þau aftur skjótast upp á yfirborðið þegar bréf Bjarna Harðarsonar, þá þingmanns Framsóknarflokksins, var óvart sent fjölmiðlum í vikunni. Framsóknarmenn eru hins vegar orðnir langþreyttir á þessu ástandi, þreyttir á ósamstíga forystu og óánægðir með lítið fylgi flokksins. Því má búast við uppgjöri fyrr en síðar.

Kastljósið beinist að miðstjórnarfundinum sem fram fer um helgina. Þar er þó ekki líklegt að tekist verði á um menn, ekki á yfirborðinu að minnsta kosti, heldur muni átökin – öll átök – kristallast í núningi um það hversu langt eigi að ganga varðandi Evrópuályktun flokksins. Það segir kannski sína sögu að þegar blaðamaður Viðskiptablaðsins hringdi í gær, fimmtudag, í forystumann málefnanefndar flokksins, G. Valdimar Valdemarsson, var hann ásamt tveimur öðrum að ræða uppkast að drögum að ályktun um Evrópumál sem lögð verða fyrir fundinn. Það gæti orðið snúið og viðkvæmt. En þó er ljóst að þau – sem og endanleg ályktun – verður að rúmast innan stefnu flokksins sem mótuð hefur verið á flokksþingi.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .