Hópar fjárfesta tengdir Framsóknarflokknum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins, og Útgáfufélagi Tímans sem um tíma rak vefsvæðið timinn.is, hafa gert tö tilboð til í vikublaðið Fréttatímann.

DV segir í dag hóp flokksmanna telja það lykilinn að góðum árangi í næstu þingkosningum að Framsóknarflokkinn eignist málgagn sem hafi ásýnd óháðs fjölmiðils.

Blaðið hefur áður fjallað um tilboð fjárfestahóps sem Helgi Þorsteinsson, fyrrverandi auglýsingasali hjá 365 miðlum, fer fyrir. Hann hefur að sögn blaðsins frest fram undir miðjan þennan mánuð til að afla 70 milljóna króna sem nýta á til að kaupa Fréttatímann. Fyrr á árinu var 150 milljóna króna verðmiði á Fréttatímanum.