*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Innlent 29. júní 2021 10:30

Framtakssjóður kaupir Gröfu og grjót

Framtakssjóður í rekstri Alfa Framtaks hefur keypt 60% hlut í Gröfu og grjóti ehf.

Snær Snæbjörnsson
Gunnar Páll Tryggvason er framkvæmdastjóri Alfa Framtaks.
Gígja Einars

Framtakssjóðurinn Umbreyting slhf., í rekstri Alfa Framtaks, hefur keypt 60% hlut í Gröfu og grjóti ehf. Samkeppniseftirlitið taldi enga ástæðu til íhlutunar vegna kaupanna. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

Grafa og grjót starfar á sviði jarðvegsvinnu en Umbreyting er sjö milljarða framtakssjóður með áherslu á umbreytingarverkefni. Umbreyting starfar á breiðu sviði en félög í eigu sjóðsins fara með meirihluta í Borgarplasti ehf., Málmsteypu Þorgríms Jónssonar ehf.

Auk þess hefur félagið fjárfest í svefnrannsóknarfyrirtækinu Nox Health og Greiðslumiðlun Íslands ehf. sem veitir alhliða kröfuþjónustu til fyrirtækja og stofnana. Þá á Greiðslumiðlun Íslands einnig Motus ehf. 

Sjá einnig: Tækifæri fyrir Ísland

Nýlega var einnig tilkynnt um aðkomu Alfa Framtaks að yfirtöku Nordic Visitor á Iceland Travel, en tilkynnt var um kaupin þann 11. júní 2021.

Eftir kaupin á Sigurður Sveinbjörn Gylfason 40% hlut í Gröfu og grjóti ehf. en hann átti allt hlutafé fyrir kaupin. Gunnar Páll Tryggvason er framkvæmdastjóri Alfa Framtaks. Meðal stærstu fjárfesta Umbreytingar eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 15% hlut, LSR A-deild með 14,28% hlut, Snæból ehf með 11,1% hlut og VÍS með 5,71% hlut.