*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 10. nóvember 2011 11:46

Framtakssjóðurinn er ekki endurborið Samband

Greiningardeild Arion Banka segir mikilvægt að Framtakssjóðurinn beiti sér fyrir endurreisn hlutabréfamarkaðarins hér.

Ritstjórn
Ein af vélum Icelandair sem Framtakssjóðurinn á fimmtungshlut í.
Aðrir ljósmyndarar

Markmið Framtakssjóðs Íslands að eiga 20-55% eignahlut í fyrirtækjum veldur þvi að færri bréf skipta um hendur til annarra fjárfesta þegar félögð eru skráð á markað. Það dregur úr hvata og vilja fjárfesta til að eiga viðskipti með skráð hlutabréf, að mati greiningardeildar Arion Banka.

Greiningardeildin fjallar um Framtakssjóðinn, eignir hans og væntanlega skráningu fyrirtækja í hans eigu á markað í greiningu sinni í dag. Þar er rifjað upp að eitt af hlutverkum sjóðsins sé að endurreisa hlutabréfamarkaðinn með því að fjölga skráðum félögum á markaði. Það sé nauðsynlegt eigi hlutabréfamarkaður að komast í gang á ný. Bent er á að áætlaður líftími sjóðsins er sjö ár (með möguleika á framlengingu í 13 ár). Það, að sögn greiningardeildarinnar, gæti komið í veg fyrir að nýtt Samband líti dagsins ljós.

Framtakssjóðurinn á átta fyrirtæki, ýmist með manni og mús eða að stórum hluta. Þar á meðal er rúmur helmingshlutur í N1, Húsasmiðjan og Vodafone.

Til upprifjunar seldi Framtakssjóðurinn 10% hlut í Icelandair Group í vikunni fyrir 2,7 milljarða króna.

Þá segir hins vegar að bæta þurfi tiltrú fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum. Það takist ekki ef þegar framkvæmdastjóri sjóðsins segi á opinberum vettvangi Ísland of lítið fyrir hlutabréfamarkað.

Markaðspunktar Arion Banka