Fasteignamarkaður - Myndir
Fasteignamarkaður - Myndir
© BIG (VB MYND/BIG)
Framtaldar eignir heimilanna námu 3.466 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þær dregist saman um 9% frá fyrra ári. Þá er ekki tekið tillit til endurmats eigna í tengslum við endurálagningu auðlegðarskatts. Fasteignir töldust 2.248 milljarðar að verðmæti eða 64,9% af eignum en verðmæti þeirra hafði dregist saman um tæp 10% milli ára. Eigendum fasteigna fækkaði enn milli ára og nú um 1,7% af því er fram kemur í fréttatilkynningu Fjármálaráðuneytisins.

Framtaldar skuldir heimil­anna námu alls 1.878 milljörðum króna í árslok 2010 og höfðu dregist saman um 0,8% milli ára. Framtaldar skuldir vegna íbúðar­kaupa stóðu því sem næst í stað og námu 1.151,6 milljörðum króna. Skuldir vegna íbúðarkaupa nema nú í fyrsta sinn yfir helmingi af verðmæti fasteigna í eigu einstaklinga. Þrátt fyrir það telja um 26 þúsund af 95 þúsund fjölskyldum sem eiga íbúðarhúsnæði ekki fram neinar skuldir vegna kaupa á því.