Tæplega 12 þúsund framteljendur ýmist skiluðu ekki skattframtölum áður en skilafrestur rann út í vor eða vantöldu tekjur sínar. Ríkisskattstjóri lagði á þá tæpa 38,2 milljarða króna.

Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingur hjá Ríkisskattstjóra skrifar grein um málið í nýjasta tölublaði Tíundar, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.

Í greini hans segir að áætlunum ríkisskattstjóra fjölgaði um 14% á milli ára en vantaldar tekjur voru nú 2,2 milljörðum hærri en í fyrra. Þá kemur fram að um 4,4% tekjustofns voru áætlanir en ríkisskattstjóri áætlaði 4,4% framteljenda á skattgrunnskrá tekjur. Þetta er heldur hærra hlutfall en fyrir ári þegar 3,9% framteljenda á skattgrunnsskrá fengu á sig áætlaðar tekjur.