Kosið verður um nauðasamning Bakkavarar Group í dag. Alls þurfa 60 prósent af höfðatölu allra kröfuhafa og 60 prósent af fjárhæð krafna þeirra að samþykkja samninginn til að hann öðlist gildi.

Takist það ekki mun Bakkavör Group verða tekið til gjaldþrotaskipta. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að hluti kröfuhafa hafi þegar tekið ákvörðun um að fella samninginn. Óvíst er þó hvort það dugi til að fella hann.

Brynjar Níelsson, umsjónarmaður nauðasamninganna, hélt fund með kröfuhöfum félagsins á þriðjudag þar sem hann kynnti mat sitt á þeim. Ágúst Guðmundsson, sem stofnaði Bakkavör ásamt Lýði bróður sínum og stýrir fyrirtækinu, mætti á fundinn og hvatti kröfuhafa til að samþykkja nauðasamninganna.

_____________________________

Nánar er fjallað um málefni Bakkavarar Group í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .