„Framtíð Mjólku er tryggð eftir að KS gekk til liðs við okkur. Það mál er frágengið og aðeins undirritun eftir.”

Þetta segir Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri Mjólku í samtali við Skessuhorn en ummælin eru birt á vef Skessuhorns í dag. Ólafur segir að búið sé að semja við alla lánadrottna án þess að fara í nauðasamninga.

Þá segir Ólafur jafnframt að orðrómur, um að Mjólka hafi skilið eftir skuldir við bændur á gamalli kennitölu vera úr lausu lofti gripinn.

Sjá nánar á vef Skessuhorns.