Indversk stjórnvöld standa frammi fyrir tveimur valkostum þegar það kemur að framtíð ríkisflugfélagsins Air India. Þessir kostir felast í því að halda áfram taprekstri félagsins og nýta skattfé borgaranna í það, eða þá að leyfa félaginu að vera yfirtekið og mögulega í kjölfarið slitið. Þetta kemur fram á vef CNN .

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá , hafa indversk stjórnvöld reynt að selja meirihluta í flugfélaginu, án árangurs.

Talið er að taprekstur Air India muni nema 2 milljörðum dollara á næstu tveimur árum.