Það mun skýrast á næsta ári hvort Arion banki verður seldur eða skráður á markað. Blönduð leið kemur líka til greina. Þetta kemur fram í samtali Viðskiptablaðsins við Jóhannes Rúnar Jóhannsson, stjórnarmann í slitanefnd Kaupþings. Kaupskil ehf. á 87% hlut í bankanum en ríkið 13%. Kaupskil eru í eigu Kaupþings hf. en skilanefndin fer með málefni Kaupþings.

Jóhannes Rúnar segir að vel komi til greina að skrá bankann á markað. Skilanefndin hafi ráðið Morgan Stanley til þess meðal annars að kanna sölumöguleika. Það hafi verið gert í lok síðasta árs. „Eitt af því sem hefur verið skoðað er skráning bankans, bæði hér á Íslandi og erlendis,“ segir Jóhannes Rúnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .