Eins og fram kom í umfjöllun um orkuna og ferðaþjónustuna sitjum við Íslendingar á gullkistu sem nýta má enn frekar; landið okkar. Náttúrufegurðin og fjölbreytt landslagið gerir Ísland í raun að einu stóru kvikmyndastúdíói ef svo má að orði komast.

Hingað til hefur verið vinsælt að taka upp kvikmyndir og annað sjónvarpsefni við Vatnajökul og í einstaka tilvikum við aðra jökla. Síðasta sunnudag var sýndur þáttur af Game of Thrones í Bandaríkjunum sem er að hluta til tekinn upp á Íslandi. Íslenskir áhorfendur þáttanna ættu að þekkja vel landslagið sem þar birtist.

En það eru ekki bara jöklarnir sem vekja athygli. Það er ekki langt síðan Clint Eastwood tók upp Flags of Our Fathers í fjörunni við Straumsvík og í sumar stendur til að taka upp nýjustu kvikmynd Ben Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, á Seyðisfirði. Þetta eru aðeins örfá dæmi. Þá má nefna að stór hluti Landmannalauga getur lítið út eins og Texas eða Arizona á skjánum auk þess sem hraunið, fjöllin, fossarnir, auðlendið og hálendið bjóða upp á óteljandi möguleika til kvikmynda- og þáttagerðar. Það heyrir til undantekninga að svæði skemmist eftir tökur kvikmynda þó að alltaf megi gera ráð fyrir einhverjum skemmdum sökum átroðnings.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.