Það fer ekki mikið fyrir því í okkar dagsdaglega lífi en Íslendingar eru á hverjum degi að selja bæði þekkingu og reynslu úr landi. Sem dæmi má nefna þjónustufyrirtækið Arctic Trucks. Þar á bæ hafa menn nýtt sér þekkingu og reynslu í því að breyta og betrumbæta jeppa, til notkunar á jöklum og í erfiðum veðurskilyrðum, til notkunar fyrir erlenda aðila.

Annað dæmi er yfirburðaþekking Íslendinga á nýtingu og virkjun jarðvarmaorku. Einn eitt dæmi sem vert er að rifja upp er tæknifyrirtækið Meniga, sem hlaut Frumkvöðlaverðlaun Viðskiptablaðsins 2011, en fyrirtækið býður upp á heimilisbókhald fyrir almenning í gegnum heimabanka. Meniga byrjaði sem lítið sprotafyrirtæki hjá frumkvöðlasetrinu Innovit en selur nú þekkingu sína til erlendra fyrirtækja.

Hér væri hægt að taka fjölmörg dæmi til viðbótar, en við skulum í lokin benda á að með því að skapa tækifæri til nýsköpunar eru okkur allir vegir færir í framtíðinni. Mannskapurinn, menntunin og möguleikarnir eru til staðar.

Í sjöunda hluta úttektar Viðskiptablaðsins um framtíðarmöguleika Íslands til vaxtar og hagsældar er fjallað um menntun, tækni, þekkingu og fleira sem skiptir máli og oftast í alþjóðlegu samhengi. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.