Einn af þeim möguleikum sem nefndir hafa verið varðandi Ísland er að landið geti orðið nokkurs konar umskipunarhöfn vegna breytinga á norðurslóðum. Með auknum siglingum um norðurskautið eru möguleikar á því að stór skipaflutningafyrirtæki sjái sér hag í því að sigla til Íslands og dreifa héðan vörum til vesturstrandar Bandaríkjanna annars vegar og Evrópu hins vegar.

Viðskiptablaðið heldur áfram úttekt sinni um hina ýmsu framtíðarmöguleika til vaxtar og hagsældar á Íslandi. Í síðustu viku var fjallað um ferðaþjónustu og tækifærin þar og í vikunni á undan um orkuna og olíuna sem kann að hafa mikil áhrif á framtíð okkar. Í þriðja hluta verður horft til Norðurslóða og þau tækifæri — og áskoranir — sem liggja í breytingum á Norðurheimsskautssvæðinu.

Rotterdam í Hollandi er í dag ein stærsta umskipunarborg Evrópu en kann að verða mun styttra og mun fljótlegra að sigla til Íslands komandi úr norðri og sigla héðan með vörur til Bandaríkjanna.

Það fer lítið fyrir þessu í umræðunni en þarna felast augljóslega mikil tækifæri. Við höfum aðstöðuna nánast hvar sem er á landinu, við höfum tæknina og þekkinguna til að byggja hafnir og við höfum þekkinguna á því að stýra skipaumferð. Veður er afstætt í þessum geira og skiptir í raun ekki miklu máli fyrir skip sem sigla hvort eð er um norðurslóðir. Hinir skjólsömu, djúpu og kyrru firðir sem hér eru í tugavís eru álitlegir kostir fyrir umskipunarhafnir.

Nánar er fjallað um framtíðarmöguleika Íslands tengdum Norðurslóðum í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.