Framtíðarsetur Íslands var stofnað í dag . Aðild að stofnun setursins eiga KPMG, Háskólinn á Bifröst og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Ragnheiður Elín iðnaðarráðherra var viðstödd opnunina.

Hlutverk Framtíðarsetursins er að hafa forgöngu um hvers kyns framtíðarrýni um ólíka þætti samfélagsins. Viðfangsefni Framtíðarsetursins séu meðal annars að greina og rannsaka drifkrafta breytinga í þjóðfélaginu og örva framþróun og nýsköpun.

Framtíðarfræði mun koma að bestum notum við að skoða þessi viðfangsefni til hlítar, en hún er notuð til að skilja hvernig framtíðin gæti litið út áður en brugðist er við.

Með stofnun setursins vilja aðstandendur þess auka við fagleg viðhorf í mati á framtíðinn, og að „tími sé kominn til að hætta að líta í baksýnisspegilinn og horfa fram á veginn."