Framlög ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins nema um 3.500 milljónum í ár. Ef gert ráð fyrir að framlögin verði óbreytt að raungildi um ókomna tíð kemur í ljós hversu há skuldbinding þetta er fyrir skattgreiðendur. Ef 3.500 milljónir eru núvirtar með ávöxtunarkröfu lengstu verðtryggðra skuldabréfa sem virkur markaður er með, RIKS 21, þá nemur þessi skuldbinding 113 milljörðum.

Þetta kemur fram í pistli Óðins sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag þar sem farið er ítarlega yfir fjárhag Ríkisútvarpsins frá stofnun og framlög ríkissjóðs til stofnunarinnar.

Til samanburðar má geta að nýr Landsspítali er talinn kosta um 80 milljarða. Ef ríkið seldi RÚV, gæfi það starfsmönnum félagsins eða Hollvinum þess eða hreinlega hætti rekstri þess þá gæti ríkið tekist á hendur nýjar skuldbindingar að fjárhæð 80 milljarðar til að reisa nýjan Landsspítala og jafnframt skuldbundið sig til að styrkja innlenda dagskrárgerð um 1 milljarða á ári til frambúðar án þess að heildarskuldbinding ríkisins breytist.

Lesa má pistil Óðins í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .