Apple er að mörgu leyti fórnarlamb eigin velgengni. Það hefur á umliðnum árum verið leiðandi í tæknigeiranum á ótal sviðum. Það státar af því að hafa hafið einkatölvubyltinguna á lið­ inni öld, en enn meiru munar þó um snjallsímabyltinguna, sem Apple hratt úr vör með iPhone fyrir 10 árum. Fyrir vikið gera menn miklar kröfur til Apple, bæði til tækni og vöruþróunar, en einnig til sjálfs fyrirtækisins, afkomu og arðs.

Upp á síðkastið hafa hins vegar æ fleiri kvartað undan því að Apple sé ekki í fararbroddi á sama hátt og verið hefur undanfarin ár. Nýjungar á borð við iPad og Apple Watch hafi ekki reynst hálfdrættingar á við iPhone og eiginlegar tæknibyltingar virðist að baki. Jafnvel síðustu MacBook fartölvurnar hafi valdið vonbrigð­ um hvað varðar vinnsluhraða og kram.

Nýtt og betra dót

Þessi gagnrýni kann að vera ósanngjörn um margt, ekkert annað fyrirtæki er krafið um reglulegar tæknibyltingar, helst árlegar. Gagnrýnin hefur samt sem áður greinilega komið illa við Tim Cook, forstjóra Apple. Þegar hann steig á stokk á mánudag til þess að slá tóninn fyrir vikulanga, árlega forritararáðstefnu Apple, var það rauði þráðurinn að sýna hvernig Apple væri að sækja fram á öllum sviðum með tækjum og hugbúnaði í fremstu röð.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.