„Stjórnarfundur Skipstjóra-og stýrimannafélagsins Verðandi haldinn þann 13-09-2012 mótmælir harðlega framgöngu eiganda útgerðarfélagsins Bergur-Huginn að selja fyrirtækið með öllum aflaheimilduum frá Vestmannaeyjum án þess að tala við Eyjamenn áður. Núna sitja Eyjasjómenn og Eyjamenn allir í sárum sínum.“

Á þessum orðum hefst ályktun Verðandi um sölu fyrirtækisins Bergur-Huginn. Þar segir jafnframt að eigendur fyrirtækisins hefðu átt að hafa samband við fyrirtæki í Eyjum áður en samið var „bak við tjöldin við SVN“ og telur félagið það beina ósvífni gagnvart starfsfólki fyrirtækisins og samfélaginu í Eyjum.

Verðandi telur þennan gjörning að hluta sýna áhrif þeirrar nýsamþykkts veiðigjalds. „Lögin hafa snúist upp í andhverfu sína og samþjöppun verður enn hraðari en áður, kvóti og skipt hverfa enn hraðar til þeirra stóru vegna þess að smærri útgerðir geta ekki hagrætt eins og þeir stóru til að standa undir stóraukinni gjaldtöku og verða því að gefast upp,“ segir í tilkynningunni. „Framtíðin er stórútgerð og trilluhorn“